Barnamenningarhátíð
Barnamenningarhátíð fer nú fram í Reykjavík í fjórða sinn. Hátíðin stendur yfir dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni og er hátíðin kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn.
Hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum viðburðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu.
Smá innsýn í dagskrána:
Sæverur, Fjársjóðurinn, Umhverfi og hreyfing, Indíánahátið 1, (Um)hverfið mitt, Hrafnkelssaga Freysgoða, Æskan og Eldflaugin, Fjársjóðurinn, Unglinga Lunch Beat, Óróinn minn úr umhverfinu mínu, Að sjá og skapa – Ungir og efnilegir, Skemmtigarðar, Ég og jörðin mín, Kvikmyndahátíð Miðbergs, Teiknibókin lifnar við, Við skemmtum okkur saman, Myrkur-klósett, Barnaóperuferðalag, Vísindastofa músar, Skólabrú - Strákadans, Trúðavinnslusmiðja, Uppáhaldsbókin mín, Daglegt líf í Skýjaborgum, Indíánahátíð 2, Rappað með Reykjavíkurdætrum o.m.fl.
Í Iðnó er starfrækt barnamenningarhús undir nafninu Ævintýrahöllin sem er miðstöð barnamenningar á hátíðinni. Þar verður fjölbreytt dagskrá og húsið opið öllum. Lögð verður áhersla á að skapa gott andrúmsloft og vettvang fyrir menningu barna, menningu fyrir börn og menningu með börnum. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Ævintýrahöllinni, Vonarstræti 3.
Sjá dagskrá hátíðinarinnar hér barnamenningarhatid.is
Lljósmynd: Lífið iðar fyrir utan Iðnó í gærdag, stelpur í húlla-hoppi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Barnamenningarhátíð“, Náttúran.is: 1. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/02/barnamenningarhatid/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. maí 2014