Sunnudaginn 4. maí kl. 11 verður fjölskrúðugt fuglalífið í Laugardal skoðað á göngu um garðinn í samstarfi við Fuglavernd. Um leiðsögn sjá Hannes Þór Hafsteinsson náttúrufræðingur og Aron Leví Beck fuglarannsóknarmaður.
Gangan hefst við aðalinngang garðsins.

Safngripirnir eru óðum að vakna úr vetrardvala og því er áhugavert að ganga um sígrænkandi Grasagarðinn. Skógalyngrósin skartar meðal annars sínu fegursta um þessar mundir og gleður alla þá sem bíða spenntir eftir blómlegu sumrinu.

Kaffihúsið Café Flóra opnaði þ. 1. maí, og verður opin daglega frá kl. 10-22. 

Sýningin (Um)hverfið mitt stendur nú yfir í garðinum. Í tilefni Barnamenningarhátíðar sýna nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla listrænan afrakstur náttúru- og umhverfisrannsókna sinna í Laugardal. Verkin voru unnin í tveggja daga listasmiðjum sem listamenn er stunda nám við listkennsludeild Listaháskólans skipulögðu. Sýningin stendur til sunnudagsins 4. maí.

Ljósmynd: Svartþröstur í Grasagarði Reykjavíkur, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.


Birt:
2. maí 2014
Tilvitnun:
Hildur Arna Gunnarsdóttir „Gróður-, fugla-, lista- og mannlíf í Grasagarði Reykjavíkur“, Náttúran.is: 2. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/02/grodur-fugla-lista-og-mannlif-i-grasagardi-reykjav/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: