Fimmtíu verkefni hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Úthlutunin var tilkynnt í dag og nemur hú 244 milljónum króna. Vatnajökulsþjóðgarður hlaut hæsta styrkinn 29,7 millj.kr. til framkvæmda í Skaftafelli.

Sjö verkefni hlutu tíu milljónir eða meira í styrk:

  • Þingeyjarsveit vegna endurbóta við Goðafoss, 15 milljónir k
  • Umhverfisstofnun fyrir salernisaðstöðu við Hverfjall í Mývatnssveit 13,8 milljónir kr
  • Vatnajökulsþjóðgarður vegna uppbyggingar við Langasjó 13,3 milljónir kr
  • Djúpavogshreppur vegna deiliskipulags o.fl. við Teigarhorn 11,6 milljónir kr
  • Umhverfisstofnun vegna framkvæmda við nýjan stiga við Gullfoss 10,1 milljón kr
  • Skaftárhreppur vegna áningarstaðar í Eldhrauni 10 milljónir kr
  • Minjastofnun Íslands vegna uppbyggingar á Stöng í Þjórsárdal 10 milljónir kr

 

42 verkefni fengu auk þess styrki.

Samtals var óskað eftir styrkjum upp á 848 milljónir króna. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað hefur verið úr Framkvæmdastjóri ferðamannastaða.

Ljósmynd: Sólaruppkoma við Austurstrengjahver.

Birt:
1. maí 2014
Höfundur:
Ríkisútvarpið
Uppruni:
Ríkisútvarpið
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „244 milljónir til ferðamannastaða“, Náttúran.is: 1. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/01/244-milljonir-til-ferdamannastada/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: