Mánudaginn 28. apríl kl. 18:00 verður Valborg Einarsdóttir með námskeið sem nefnist "Veigar garðsins"

Fjallað verður um sögu, ræktun og nýtingu rabarbara og víngerð úr rabarbara hérlendis frá lokum 19. aldar og til dagsins í dag.  Einnig kennd víngerð úr berjum sem vaxa hérlendis, svo sem rifs- og sólberjum og krækiberjum að ógleymdu fíflavíni. Þá verður fjallað um heimagerða snafsa og líkjöra, sem auðvelt er að útbúa. Lífrænt eða vistvænt ræktað og heimagert úr garðinum, er og var hluti af sjálfbærni í íslensku samfélagi.

Þátttakendur fá helstu uppskriftir útprentaðar. Verð kr. 4,400,- fyrir félagsmenn í GÍ, en kr. 5,900,- fyrir aðra. Hjónagjald kr. 5,500,- fyrir félagsmenn. Skráning á gardurinn@gardurinn.is

Námskeiðið tekur u.þ.b. 3 1/2 klst.  Léttar veitingar innifaldar í verði, boðið verður upp á brauð og ávexti um kvöldmatarleytið.

Námskeiðið verður haldið í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands við Síðumúla 1, inngangur frá Ármúla.

Ljósmynd: Rabarbari, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.


Birt:
26. apríl 2014
Tilvitnun:
Garðyrkjufélag Íslands „Veigar garðsins - námskeið í víngerð úr rabarbara og berjum“, Náttúran.is: 26. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/26/veigar-gardsins-namskeid-i-vingerd-ur-rabarbara-og/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: