Breskur sérfræðingur um lífríki sjávar hefur varað við því að súrnun sjávar - afleiðingar loftslagsbreytinga - muni hafa gríðarleg áhrif á Íslandi.

Dan Loffoley, sérfræðingur í vistkerfum úthafanna (sjá grein hér á vefnum) m.a. helsti ráðgjafi IUCN (International Union for Conservation of Nature) í verkefnum er lúta að verndun úthafanna og heimskautasvæðanna, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands þ. 7. apríl sl. um þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur á úthöfin („Hafið, framtíðin sem við viljum“}. Þar varaði hann við því að súrnun sjávar, áhrif loftslagsbreytinga, muni hafa gríðarleg áhrif á lífríki hafsins í kringum Ísland (sjá frétt á ruv.is).

„Þið eruð í miðri hringiðunni af því að kalt sjóvatn mun ganga í gegnum miklar breytingar eftir því sem að loftslagsbreytingar verða meiri“ (“You will be in the crossfire because cold seawater will undergo great changes as the effects of climate change become more intense) sagði Laffoley í fyrirlestri sínum. (ath. að fyrirslesturinn var tekinn upp og mun verða aðgengilegur á vef Háskóla Íslands innan tíðar).

Fleiri neikvæð áhrif en jákvæð

Breytingar í hafinu munu gera það að verkum að nýjar tegundir sjávarlífvera munu koma í íslenska lögsögu en getur einnig þýtt að aðrar hörfi, verði lífsskilyrðum þeirra ógnað. Þetta er kallað pól tilfærsla (poleward shifting), sem þýðir einfaldlega að margar sjávarlífverur muni færa sig nær pólunum til að finna sér ný búsvæði eftir því sem að hitastig hækkar.

Súrnun mun hafa áhrif á lírfríki sjávar og fæðukeðjuna. Jafnvel þó að loftslagsbreytingar komi til með að auka tækifæri Íslendinga, eins og forsætisráðherra SDG hefur látið eftir sér hafa, þá mun hún hafa í för með sér enn fleiri vandamál, þar sem Íslendingar eru að miklu leiti háðir hafinu með afkomu sína.

Vandamálið er að við getum ekki valið okkur kostina umfram gallana. Það er ekki hægt að segjast vilja aðeins kostina og þeir munu verða færri en vandamálin, sagði Dan Loffoley ennfremur.

Í ljósi þess að loftslagsbreytingar munu hafa gríðarleg áhrif hér á landi, ættu Íslendingar að vera í fararbroddi í umræðunni um loftslagsbreytingar.

Sjá myndband með greininni á noraregiontrends.org frá SOEST um þann hraða hafið súrnar á.

Birt:
24. apríl 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, noraregiontrends.org „Súrnun sjávar mun hafa gríðarleg áhrif á Ísland“, Náttúran.is: 24. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/24/surnun-sjavar-mun-hafa-gridarleg-ahrif-island/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: