Umhverfis- og auðlindaráðuneytið efnir til dagskrár á Degi umhverfisins, föstudaginn 25. apríl næstkomandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir þá viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á sérstakri hátíðarsamkomu auk þess sem efnt er til morgunverðarfundar um matarsóun sama dag.

Dagur umhverfisins, 25. apríl er fæðingardagur náttúrufræðingsins og læknisins Sveins Pálssonar. Í tilefni dagsins stendur umhverfis- og auðlindaráðuneytið fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“. Er morgunverðarfundurinn ókeypis og opinn öllum en nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu ráðuneytisins.

Hátíðarsamkoma umhverfis- og auðlindaráðuneytisins verður í Víkinni, Sjóminjasafni Íslands og hefst hún kl. 13. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra afhenda viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála. Kuðungurinn verður veittur fyrirtæki sem hefur skarað fram úr í umhverfismálum og Varðliðar umhverfisins er viðurkenning sem veitt er grunnskólabörnum fyrir verkefni á sviði umhverfismála.

Ljósmynd: Kuðungur Náttúran.is eftir Ingu Elínu en Náttúran.is fékk Kuðunginn árið 2012.


    Tengdir viðburðir

  • Dagur umhverfisins

    Location
    Not located
    Start
    Friday 25. April 2014 00:00
    End
    Saturday 26. April 2014 00:00
Birt:
April 23, 2014
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Dagur umhverfisins 2014“, Náttúran.is: April 23, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/23/dagur-umhverfisins-2014/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: