Vistræktarvinnustofa í leikskólanum Vesturborg
Kristín Vala Ragnarsdóttir og Anya Gandelman standa fyrir vinnustofu í vistrækt þann 17. maí nk. (athugið breytta dagsetningu) Þar munu þær rekja vistræktarviðmið og hönnunarreglur í stuttu og skapandi námskeiði þar sem þátttakendum gefst kostur á að hanna vistræktarumhverfi kringum leikskólann Vesturborg.
Markmið vinnustofunnar er að hanna umhverfi sem þjónar þörfum barnanna með hjálp vistræktarviðmiða.
Vinnustofunni er ekki ætlað að kenna vistrækt, heldur er markmiðið að læra sitthvað um hugmyndafræðina á meðan unnið er á skapandi hátt í skemmtilegu umhverfi. Sjá flettismetti vinnustofunnar hér.
Dagskráin verður eitthvað á þennan veg:
Morgunstund:
- Yfirlit og umfjöllun um ástand heimsins.
- Kynninga á vistræktargildum, hönnunarreglum og viðmiðum.
Eftir hádegi:
- Hönnun og hugmyndarflug
- Teikning
- Kynning fyrir starfsmönnum skólans
- Aðlögun hönnunar að þörfum skólans.
Þegar lagt hefur verið lokahönd á hönnunina geta þátttakendur undirbúið breytinguna, fundið til efni og gert kostnaðaráætlun. Markmiðið er að hittast helgi síðar og láta hendur standa fram úr ermum!
Skráning fer fram í gegnum netfangið permaculture@simnet.is og það kostar litlar 6.000 kr. að taka þátt.
-
Vistræktarvinnustofa í leikskólanum Vesturborg
- Staðsetning
- Hagamelur 55
- Hefst
- Laugardagur 17. maí 2014 09:00
- Lýkur
- Laugardagur 17. maí 2014 16:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Vistræktarvinnustofa í leikskólanum Vesturborg“, Náttúran.is: 6. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/22/vistraektarvinnustofa-i-leikskolanum-vesturborg/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. apríl 2014
breytt: 6. maí 2014