Nordic Built vinnustofa í Reykjavík
Nordic Built er norrænt fjármögnunartilboð til fyrirtækja sem þróa sjálfbærar vörur og þjónustu til að endurgera byggingar. Verkefnið veitir hlutafjármögnun frá norrænu hagsmunaaðilum.
Nordic Built gerir þær kröfur að verkefnin feli í sér samstarf fyrirtækja eða samtaka frá nokkrum norrænum ríkjum.
Síðla árs 2013 tók Norræna ráðherranefndin þá ákvörðun að tryggja framhald kyndilverkefnis Norræna Nýsköpunarsjóðins, Nordic Built, og var það gert á grundvelli afar góðs árangurs NB 1.0 en það verkefni stóð yfir frá 2011-2013.
Í vor verður sett af stað nýtt verkefni, Nordic Built 2.0 undir yfirskriftinni ,,Sjálfbærar byggðir á Norðurlöndunum“ og er fókusinn nú settur á borgir og sjálfbær samfélög. Um er að ræða 3 ára verkefni sem hefst nú í mars 2014 og stendur til ársloka 2017. Markmiðið er sem fyrr að skilgreina Norðurlönd og norrænan byggingarmarkað sem uppsprettu nýsköpunar. Verkefninu er ætlað að ýta undir leiðandi hlutverk Norðurlandanna hvað varðar þróun sjálbærra samfélaga, ekki síst á sviði borgarskipulags og útfærslu þess.
Í aprílmánuði verðar haldnar vinnustofur í hverju landi fyrir sig, en afrakstur þeirra verður notaður til að móta enn frekar þennan síðari hluta Nordic Built verkefnisins. Það er mikilvægt að hagsmunaaðilar hérlendis komi að þeirri þróunarvinnu sem um leið getur opnað á ýmis tækifæri til frekari samvinnu þvert á landamæri.
Hægt er að skrá sig vinnustofuna á vegum Nordic Built sem haldin verður í Norræna húsinu í Reykjavík þ. 11. apríl.
-
Nordic Built vinnustofa
- Staðsetning
- Norræna húsið
- Hefst
- Föstudagur 11. apríl 2014 12:30
- Lýkur
- Föstudagur 11. apríl 2014 17:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nordic Built vinnustofa í Reykjavík“, Náttúran.is: 10. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/10/nordic-built-vinnustofa-i-reykjavik/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.