Finnum rusl sem hefur verið losað í umhverfið á ólöglegan hátt!

Tómas J. Knútsson formaður Bláa hersins sendi okkur tengil á þetta flotta app trashout.me sem hefur það að markmiði að gefa almenningi um allan heim tæki til að láta yfirvöld vita af rusli sem það finnur á víðavangi.

Tómas hefur upplýst okkur um að gríðarlegu magn af rusli sé hent ólöglega hér á lndi en Blái herinn hefur það einmitt að markmiði að hirða upp ólöglegt og mengandi rusl og koma í réttan farveg. Frá árinu 1995 hafa sjálfboðaliðar Bláa hersins unnið óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins með lítilli aðstoð yfirvalda.

Upplýsingar sem færðar eru inn á trashout.me appið vistast þar og því er spurning hvernig og hvort ábyrgðaraðilar myndu bregðast við því á nokkurn hátt því notkuns appsins er auðvitað háð því að það sé notað af þeim sem hreinsa eiga upp rusl í viðkomandi sveitarfélagi auk þess sem það er engin trygging fyrir því að þau myndu taka ábyrgð á hreinsuninni þó að þau væru upplýst um þörfina.

Náttúran.is er með áform um að koma svipaðri virkni inn á Endurvinnslukortið, bæði nýja útgáfu af Endurvinnslukorts appinu og nýja gagnvirka Endurvinnslukortinu sem mun birtast hér á vefnum innan skamms.

Trashout.me appið er ókeypis og Endurvinnslukorts appið einnig.

 

Birt:
5. apríl 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Trashout.me“, Náttúran.is: 5. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/05/trashoutme/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: