Vinir Þjórsár láti ekki undir höfuð leggjast að kynna sér síðustu breytingar á Rammaáætlun. Þar er Hvammsvirkjun flutt í nýtingarflokk. Er vit í því? Umsagnafrestur rennur út nk. miðvikudag þann 19. mars.

Á vef Rammaáætlunar segir:

Tillögur verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta kynntar -12/19/13
Að afloknu umsagnarferli um drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta hefur verkefnisstjórn áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða útbúið tillögu að flokkun virkjunarkosta og óskar nú eftir umsögnum um tillöguna í samræmi við 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Tillöguna og fylgigögn má nálgast hér á vef áætlunarinnar, www.rammaaaetlun.is.

Umsagnarferlið mun standa til miðnættis miðvikudaginn 19. mars 2014. Umsögnum má skila á netfangið rammaaaetlun@rammaaaetlun.is, í bréfapósti til starfsmanns verkefnisstjórnar, Herdísar Schopka, í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, IS-101 Reykjavík, eða á vef áætlunarinnar á þar til gerðum umsagnarvef sem mun verða opnaður í byrjun mars 2014.

Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Fylgiskjöl:

(PDF skjal) Tillaga um flokkun virkjunarkosta 19. desember 2013

(PDF skjal) Skýrsla um laxfiska í Þjórsá

(PDF skjal) Beiðni um frekari upplýsingar frá Landsvirkjun

(PDF skjal) Svar Landsvirkjunar

(PDF skjal) Niðurstaða faghóps

(PDF skjal) Kort af virkjunarkostum í neðri hluta Þjórsár

(PDF skjal) Drög að tillögu að flokkun virkjunarkosta (birt 6.12.2013)

Ljósmynd: Efri; frá baráttufundi Sólar á Suðurlandi við áformað lónstæði Hagalóns, lóns Hvammsvirkjunar þ. 28. júlí 2007. Neðri; félagar í Sól á Suðurlandi reistu skilti til að sýna fyrirhugaða lónshæð og þá landfórn sem færð yrðu ef af Hagalóni verður. Ljósmyndari: Guðrún A. Tryggvadóttir. Sjá nánar um baráttufundinn hér.

 

Birt:
14. mars 2014
Uppruni:
Rammaáætlun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umsagnarfrestur vegna Hvammsvirkjunar rennur út þ. 19. mars nk.“, Náttúran.is: 14. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/14/umsagnarfrestur-vegna-hvammsvirkjunar-rennur-ut-th/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: