Sóun á mat veldur mikilli umhverfismengun, eykur kostnað á matvælum og þegar við hendum mat erum við á sama tíma að henda peningum. Verum Vakandi og stuðlum í sameiningu að því að hætta að sóa mat.“ 

Vakandi eru samtök sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla.
Talið er að á Íslandi endi þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru sem sorp á einn eða annan hátt. Þessi sóun á sér stað á öllum stigum; í ræktuninni, strax eftir uppskeru, við flutning, hjá framleiðendum, í verslunum, mötuneytum, á veitingastöðum og hjá neytendum.

Vakandi telur það samfélagslega ábyrgð sína að stemma stigu við þessu, takak málefnið föstum tökum og vinna í sameiningu að því að minnka sóun. Félagsmenn telja það skyldu sína að skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir þannig að hér þrífist líf þegar afkomendur þeirra vaxa úr grasi.

Sjá Facebooksíðu Vakandi.

Rakel Garðarsdóttir er forsvarsmaður samtakanna.

Birt:
25. febrúar 2014
Uppruni:
Vakandi
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vakandi - gegn sóun matvæla“, Náttúran.is: 25. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/02/25/vakandi-gegn-soun-matvaela/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. mars 2014

Skilaboð: