Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum náttúru og umhverfi til góða. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í 18. sinn. Verðlaunin eru 350 þúsund danskar krónur. Tekið á móti tilnefningum til og með 15. apríl.

Öllum er heimilt að senda inn tillögur, en þær þurfa að berast á sérstökum eyðublöðum. Smellið hér á eyðublaðið sem fylla á út  er tilnefnt er til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2013.

 

Birt:
April 13, 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Óskað eftir tilnefningum til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs“, Náttúran.is: April 13, 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/13/oskad-eftir-tilnefningum-til-natturu-og-umhverfisv/ [Skoðað:June 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 14, 2013

Messages: