Ráðstefna um rekjanleika
Þriðjudaginn 16. apríl, 8:30-12:30, stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Þrír erlendir sérfræðingar auk innlendra aðila sem starfa við aðfangakeðju matvæla og matvælaöryggi munu halda erindi á raðstefnunni sem verður á Grand Hótel Reykjavík.
Á ráðstefnunni verður leitað svara við hvernig hægt er að tryggja matvælaöryggi og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem verið hafa í umfjöllun. Ræddar verða meðal annars ræddar leiðir og lausnir til að tryggja rekjanleika matvæla.
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við GS1 Ísland, Matís og Háskóla Íslands.
Birt:
12. apríl 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ráðstefna um rekjanleika“, Náttúran.is: 12. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/12/radstefna-um-rekjanleika/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.