Fundur VGR um umhverfismál og náttúruvernd.
Farið verður yfir það sem áunnist hefur í umhverfismálum á yfirstandandi kjörtímabili, þýðingu rammaáætlunar og nýrra náttúruverndarlaga og horft fram á veginn. Meðal brýnustu verkefna næstu misserin er að standa vörð um einstakt lífríki Mývatns.

Framsögumenn verða Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Líflegar umræður og kosningabar VG verður opinn.

Fundurinn er haldinn í Kosningamiðstöð VG í Reykjavík, Borgartúni 16.
Fundurinn hefst klukkan kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30.

 

Birt:
11. apríl 2013
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Verndum Mývatn - opinn fundur VG í Borgartúni í kvöld“, Náttúran.is: 11. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/11/verndum-myvatn-opinn-fundur-vg-i-borgartuni-i-kvol/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: