Úr eldhúsi Helgu Mogensen
Á síðustu þrjátíu árum hefur Helga Mogensen tekið þátt í uppbyggingu margra helstu grænmetisveitingastaða landsins og deilt reynslu sinni og þekkingu í grænmetismatargerð, landanum til ánægju og heilsubótar.
Helga Mogensen hefur nú sett á markað sælkeramat undir heitinu „Úr eldhúsi Helgu Mogensen“. Hugmyndafræði Helgu er einföld. Hún vill bjóða landsmönnum og -konum upp á hollan og hreinan sælkeramat, sem er matreiddur af ást og virðingu við neytandann. Engin geymsluefni eða önnur aukaefni.
Indverskur grænmetisréttur
Indverski grænmetisrétturinn er bragðgóður og ljúfur. Í réttinum eru rauðar linsubaunir, sem eru mjög próteinríkar, gulrætur, spínat, laukur og hvítlaukur ásamt kókósmjólk og dásamlegum indverskum kryddum. Hann er skreyttur salthnetum og með réttinum fylgja hýðishrísgrjón. Helga mælir með hnetusósunni og fersku salati með þessum. Rétturinn er borinn fram í handhægu glasi sem er endurvinnanlegt.
Indverskur lambapottréttur
Lambapottrétturinn er guðdómlegur. Það eru strákarnir í Kjöthöllinni sem sjá um að í lambrétturinn fer aðeins súper gott lambakjöt. Síðan er það laukur, gulrætur, kúrbítur og ferskir tómatar. Sósan er löguð úr kókósmjólk, maukuðu chillí ásamt girnilegum kryddum og tómatpúrru og hvítlauk. Með réttinum fylgja hýðishrísgrjónum og mangó-chutney. Toppaðu þennan með myntu-engifersósunni og þú iðar af sælu. Pottrétturinn er borinn fram í handægum endurvinnanlegum umbúðum.
Tælenskur kjúklingabaunaréttur
Rétturinn er svo einfaldur en samt svo ljúffengur.Þessi er bragðmeiri en sá indverski. Hann inniheldur kjúklingabaunir, sætar kartöflur, gulrætur, lauk, papriku og kókósmjólk, sítrónugras, karrý og önnur himnesk krydd. Með réttinum fylgja hýðishrísgrjón. Með þessum rétt er nauðsynlegt að fá sér hnetusósu eða myntu-engiferssósu. Þessi inniheldur ekki hvítlauk.
Réttirnir Úr eldhúsi Helgu Mogensen er hæt að nálgast í Frú Laugu, Melabúðinni, Fjarðarkaupum og Lifandi Markaði ásamt Sputnik versl, Vísir Laugavegi.
Helga leggur mikið upp úr samspili ólíkra hráefna sem kitla bragðlaukana og leikur sér að samsetningu og útliti til að gera matarstundina ánægjulega. Umbúðirnar þola örbylgjuofn en eins er ekkert auðveldara en að skella þeim á pönnuna og hita.
Elskum umhverfið!
Allar umbúðirnar eru endurvinnanlegar og hvetur Helga viðskiptavini sína til að flokka umbúðir eftir notkun.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Úr eldhúsi Helgu Mogensen“, Náttúran.is: 8. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/08/ur-eldhusi-helgu-mogensen/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.