Frúin í Hamborg
Í framhaldi af þessari grein: „Tap Orkuveitunnar fimmfaldast á milli ára“ www.visir.is/tap-orkuveitunnar-fimmfaldast-a-milli-ara/article/2013130329683 skrifaði Pálmi Einarsson hönnuður hjá Geislum eftirfarandi grein á bloggsíðu sinni.
Ég gapi bara...jæja, það er ekki skrítið að allt skipið sé rekið með 50-60% tapi á ári hverju (skattar), en ef þú bara slærð á virði auðlindar/vara Íslands, þá stend ég bara og gapi... :o) ...við, við erum ekki að fá neitt fyrir þetta, engir skattar frá álverunum, ekkert fyrir raforkuna og... hvað ætlið þið að segja mér næst??? Að við fáum við ekkert fyrir fiskinn heldur? Nei, hættu nú alveg góurinn, ertu viss um að þetta sé rétt???
:o) :o) (þetta er ég að gapa bara meira og meira)
Jahérna hér...ég er svo sem enginn sérfræðingur krakkar, en ég held að það sé bara eitthvað verið spila með okkur. Við stöndum bara öll og göpum bara yfir hverri fréttinni á fætur annarri. Ha!?! ...lánaði Kaupþingi hvað? Ha? 500 milljónir EVRA, nei nú ertu að grínast í mér :) :)... Ha? Ertu að meina þetta?!?
En, en...þetta eru ca. 80.000 þúsund milljónir króna!!! Það hefur verið andsk... skemmtileg og hagkvæm innspíting fyrir Evruna... akkúrat þegar íslenska krónan hrundi... gargandi snilld. Hver semur þetta eiginlega? Þetta hjómar bara eins og í einhverjum létt rugluðum reifara. (Ath. að þegar 500 milljónir EVRA fara inn í banka sem innlán getur sá banki búið til útlán upp á tífalt þá upphæð, nýju útlánin enda síðan aftur í einhverjum bankanum sem innlán og endar þetta því með að byrjunarupphæðin ca. 90 faldast).
Jæja, en hvað með það, þetta reddast örugglega, það er búið að að eyða þessu og það þýðir ekki að spá í því meir eins og Gísli fóstri minn sagði alltaf... það er bara best að gleyma þessu og halda áfram.
En vitið þið hvað krakkar?
Ég fór að velta fyrir mér, bara svona að gamni mínu, hvað ég myndi gera ef ég hefði fengið að eyða þessum 80.000 þúsund millum.
Bara sisvona já, VÁ, þið kastið bara þessari spurningu á mig sisona...ha :) ég er reyndar alveg óundirbúinn undir þetta, en ok, sjáum nú til…
...en hvað með bara svona, bara svona, hmmm... ok, segjum bara:
Hvað með að byggja risa gróðurhúsaparadís á Bakka, þar sem við myndum rækta allt okkar grænmeti og alla þá ávexti (lífrænt) sem okkur gæti langað í og miklu meira því við munum geta flutt út ávexti og grænmeti og fá af því miklar útflutningstekjur.
Hvað með að byggja risa gróðurhúsaparadís á Bakka, þar sem við myndum rækta allt okkar grænmeti og alla þá ávexti (lífrænt) sem okkur gæti langað í og miklu meira því við munum geta flutt út ávexti og grænmeti og fá af því miklar útflutningstekjur.
Þetta væri risastórt en fallegt kúluhús sem væri byggt út frá forminu Blóm Lífsins (Flower of Life) eða eins og stórar samliggjandi hálf-kúlur sem mynda blómamynstur, en ef þið vitið það ekki þá er allt í alheiminum hannað út frá Blómi lífsins en geislar skaparans (Source Creator) eru í því formi (geislun). Okkur hefur bara ekki verið kennt að nota það ennþá því þá myndum við leggja af núverandi stjórnsýslu og gera hlutina allt öðruvísi eða í sátt og samlyndi við hvert annað og jörðina því að í Blómi lífsins eru allar stærðfræðireglur og öll þau form sem við þurfum að nota og notum dags daglega. Allt, og ég meina allt, er skapað út frá stærðfræðireglum Blóms lífsins. Við sjáum það kannski ekki en ef þið skoðið atómið, ljóseindina og svo framvegis skiljið þið það sem ég á við. Sjáðu, "Skaparinn" er í geislunum. Allt sem við sjáum sem loftrými er í rauninni geislun, við bara sjáum hana ekki. Alveg eins og geislarnir sem fara með Facebook færslurnar þínar úr símanum í gegnum loftið og "uppá" veraldarvefinn, allir geislarnir eru í ákveðnu formi og formið er Blóm lífsins. Þannig "geislar" skaparinn á okkur stanlaust og ýtir varlega við okkur til að reyna að koma okkur í form sitt og hugmyndafræði. Þess vegna ætlum við að byggja húsið í þessu formi því þetta er SKAPARINN. Mér er alveg sama hvaða trú þú aðhyllist eða hverju þú trúir, þetta er vísindalega sannað og þetta vissu menningarheimar til forna enda finnst Blóm lífsins í öllum heimsálfum og flest öllum löndum í heimi. T.d. fann ég þrjá hluti á Þjóðmynjasafninu í vetur með þessu munstri.
Þetta munstur eða réttara sagt, þessi hönnun og hugmyndafræði er leyndarmálið sem Frímúrarar heimsins hafa gætt. Þetta er þekking sem þeir höfðu. Gömlu meistararnir skildu þetta, þeir notuðu þetta, þeir sköpuðu ótrúlega hluti útfrá þessum formúlum. Þeir vildu hins vegar ekki kenna öllum hinum þetta, því þeir vissu hvað myndi gerast, þeir myndu missa stjórn á þeim öllum, því þá yrðu allir snillingar en ekki bara þeir. Ég hvet ykkur til að leggja Blóm lífsins yfir allar þær byggingar, listaverk og aðra hönnun sem gömlu meistararnir gerðu. Ég skal lofa ykkur því að þetta passar allt inn í munstrið. Ef hannað er út frá þessu munstri fáum við fullkomin hlutföll, við fáum eitthvað sem samhljómar við umhverfið, við okkur sjálf og svo framvegis.
En snúum okkur aftur að Paradís (byggingin gæti heitið það).
Jæja, við myndum fá alla þessu flinku íslensku hönnuði, verkfræðinga og iðnaðarmenn til liðs við okkur og láta þau vinna saman að verkefninu og borga þeim vel fyrir það, af því þau munu gera það svo vel.
Byggingin ein og sér á eftir að vekja heims-athygli vegna hönnunar, sjálfbærni, fegurðar og andrúmslofts innandyra og þegar horft er úr lofti niður á bygginguna er hún eins og fallegur skartgripur á móður okkar, Jörðinni. Allt er á kafi í gróðri í kringum bygginguna og nánasta nágrenni en hluti af byggingunni nær útí sjóinn og þar sem þetta eru kúlur verður hægt að sjá lífríki sjáfar í gegnum glerið. Húsin sem standa við sjóinn eru fræðslusetur þar sem við munum geta farið með börnin okkar og sýnt þeim lífríki sjávar án þess að standa út í kuldanum.
Bakkaá rennur í gegnum aðalbygginguna og vatnið úr henni er notað í áveitur. Það var líka búið til fallegt lítið vatn sem iðar af lífi og er einnig notað til kennslu. Allt í kringum húsið og í nánasta nágrenni eru upphitaðir göngustígar úr skeljasandi og ef þeim er fylgt komumst við í minni byggingarnar en í þeim eru veitingastaðir, söfn, gisting og önnur afþreying - allt byggt útfrá menntun og lærdómi kynnslóðanna og þar er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Þær eru svo sem ekkert litlar, þær virka bara litlar af því aðalbyggingin er svo stór. Aldraðir búa í einni og þangað fara börnin okkar reglulega til að læra af þeim og veita þeim félagsskap. Eldra fólkið kennir yngri kynslóðinni hvernig gert var áður og yngri kynslóðin kennir eldra fólkinu á nýju tæknina og margar góðar hugmyndir kvikna út frá því.
Byggingin og nágrenni hennar verða notuð sem viðmið út um allan heim þar sem arkitektúr, hönnun og lífríki jarðarinnar eru í fullkomnu samlífi og ekkert fer til spillis.
En flestir vilja koma og sjá með eigin augum það sem fer fram innandyra. Þar iðar allt af lífi þar sem allt viskerfið vinnur saman og heldur sjálfu sér gangandi á lífrænan hátt, í samhljómi við náttúruna eða sannkölluð paradís. Þarna getum við líka farið með börnin okkar allt árið um kring og leyft þeim að tína ávexti af trjánum... svona eins og var í Eden í Hveragerði í gamla daga bara svoldið miklu, miklu flottara :).
Þetta myndi líka færa fólkinu á Húsavík eitthvað meira til að laða að ferðamenn, þannig að í staðinn fyrir að vinna í einhverri drulluverksmiðju, þá fara þau bara í að taka á móti gestum og þau munu bara hafa gaman af því og munu gera það líka vel, eins og þeim er í blóð borið.
...og fyrst við erum að tala um Hveragerði, þá held ég að við ættum að setja upp eitt stykki þar líka, það væri rosa gott fyrir þau og það kostar ekki næstum eins mikið því nú eigum við hönnunina á byggingunni og vitum hvernig á að gera þetta. Og já, við skulum bara byggja sjö stykki út um allt land. Allir fá þannig næga vinnu við að framleiða hágæða lífrænan mat, því án matar getum við ekki verið.
Ég veit þetta kostaði svoldið, en við vildum bara það besta, eða það sem endist, þannig okkur tókst að eyða þessu, :) :) en þetta skapaði líka svo mörg fjölbreytileg og skemmtileg störf og þetta var svo miklu betra fyrir alla, þannig ég held að allir hafi bara verið ánægðir með þetta og fundist þessu vera vel varið :). Þeir einu sem ekki voru ánægðir með þetta í byrjun voru ávaxta- og grænmetisinnflytjendur og vinir þeirra en þeir voru svo fáir og búnir að snuða okkur svo lengi að okkur fannst það ekki skipta máli enda fóru þeir í að flytja út grænmeti og ávexti í staðinn þannig að þetta endaði bara vel.
En jæja, þetta gekk nú bara svo vel og nú eigum ennþá ca. 55.000 milljónir eftir :) :) En hvað með ykkur hin krakkar? Nú skapið þið eitthvað gott næst fyrir okkur, er það ekki?
Svona, látið ekki svona, látið bara vaða, allir geta tekið þátt í smá leik svona til að létta andan. Það veitir ekki af því núna að létta andan, það er hver stríðsfréttin á fætur annari, hver spillingarfréttin á fætur anniri, hvert hagkerfið hrynur á fætur öðru, við þurfum að létta aðeins á okkur. Verið ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta, við eigum nóg af peningum eftir, en höfum samt svona smá reglur, bara til þess að gera þetta rétt/sanngjarnt.
Alveg sama hvað þið gerið hafið bara eftirfarandi gildi í huga:
Ást - Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum.
Umhyggju - Farðu vel með sjálfan þig og aðra.
Samvinnu - Stuðlaðu að því að þjóðfélagið vinni skilvirknislega saman og valin verkefni séu í samhljómi við við landið okkar og í hag fjöldans.
Gaman af - Hafðu gaman af þessu, þetta á að vera skemmtilegt líf.
...eða eitthvað svoleiðis.
Svona, segðu okkur nú: Hvað myndir þú gera við peningana sem „Frúin í Hamborg“ gaf þér?
Hvaða fallegu og skemmtilegu hluti ætlar þú að skapa fyrir okkur?
Mundu bara að það má ekki hugsa: „Ég, ég, ég og vinur minn og mínir og fjöskyldan mín og klíkan mín“, heldur bara „við, við, við öll saman enda nóg til handa okkur öllum saman“.
Ef þú hins vegar hugsar bara „ég, ég, ég og mínir vinir“, ekki taka þátt, farðu þá bara og nuddaðu þér upp við hitt “ég, ég, ég fólkið" og láttu okkur hin í friði. Við viljum ekki leika við ykkur lengur „ég, ég, ég fólkið“ lengur. Við viljum bara leika okkur við þá sem vilja leika sér saman og þá sem vilja leika með hjartanu.
Takk takk.
Birt:
Tilvitnun:
Pálmi Einarsson „Frúin í Hamborg“, Náttúran.is: 3. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/04/fruin-i-hamborg/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. apríl 2013