Áframhald verður á hinum vinsælu námskeiðum sem Sumarhúsið og garðurinn hefur staðið fyrir á höfuðborgarsvæðinu og víða um land síðastliðin tvö ár. Á höfuðborgarsvæðinu verða námskeiðin haldin í sal á þriðju hæð hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Hús 2, Engjavegi 6. Námskeiðin verða haldin á mánudögum og fimmtudögum auk þess sem fyrirtækjum og starfsmannahópum er boðið upp á kryddjurtanámskeið sem haldin eru á þeirra vinnustað eða annars staðar ef þess er óskað. Landsbyggðin á einnig kost á námskeiðum, en námskeið hafa m.a. verið haldin á Ísafiði, í Vestmannaeyjum á Akranesi, á Hvolsvalli, á Skagaströnd, á Patreksfirði og fleiri stöðum.

Námskeið á vorönn 2013

Matjurtarækt - Námskeið um ræktun, umhirðu og notkun matjurta
Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar.

  • Tvö mánudagskvöld 28. jan. og 4. febrúar kl 19:30-22:00. Verð kr. 12.800.
  • Tvö fimmtudagskvöld 14. og 21. febrúar kl 19:30-22:00. Verð kr. 12.800.
  • Tvö mánudagskvöld 25. feb. og 4. mars kl 19:30-22:00. Verð kr. 12.800.

Skráning hér:

Kryddjurtir - námskeið um ræktun kryddjurta og notkun þeirra í matseld
Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar.

  • Mánudagskvöld 28. janúar kl 17:00-19:00. Verð kr. 4.500.
  • Mánudagskvöld 4. febrúar kl 17:00-19:00. Verð kr. 4.500.
  • Fimmtudagskvöld 14. febrúar kl 17:00-19:00. Verð kr. 4.500.
  • Fimmtudagskvöld 21. febrúar kl 17:00-19:00. Verð kr. 4.500.

Skráning hér:

Ræktun ávaxtatrjáa
Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur.

  • Tvö fimmtudagskvöld 31. jan. og 7. febrúar kl. 19:30-22:00. Verð kr. 12.800.
  • Tvö mánudagskvöld 11. og 18. febrúar kl. 19:30-22:00. Verð kr. 12.800.
  • Tvö fimmtudagskvöld 28. feb. og 7. mars kl. 19:30-22:00. Verð kr. 12.800.

Skráning hér:

Ræktun berjarunna:

Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar

  • Fimmtudagskvöld 31. janúar kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.
  • Mánudagskvöld 11. feb kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.
  • Fimmtudagskvöld 28. mars kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.

Skráning hér:

Kennslustaður: Salur D á þriðju hæð hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Hús 2, Engjavegi 6.

Ljósmynd: Daníel Tryggvi Guðrúnar sons gægist út á milli tómata og piparmintuplöntu, Guðrún A. Tryggvadóttir

Birt:
2. apríl 2013
Höfundur:
Auður I. Ottesen
Tilvitnun:
Auður I. Ottesen „Sumarhúsið og garðurinn - Námskeið á vorönn 2013“, Náttúran.is: 2. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/02/sumarhusid-og-gardurinn-namskeid-voronn-2013/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: