Á Íslandi er erfitt að gefa fastar dagsetningar um sáningu, plöntun, jafnvel jurtatínslu því allt er þetta háð veðráttu og gangi himintunglanna. Alltaf verður að viðhafa vissa skynsemi. Ef erlendis jurtir eru sterkastar á morgnana áður en sól verður of sterk, getur verið að hér séu þær einmitt orkumestar um miðjan dag þegar sólin er hæst á lofti.

Varðandi ræktun er gott að sjá fyrir sér þrjá mánuðina frá jafndægrum þ.e.
Einmánuð, Hörpu og Skerplu eða tímabilið frá 20. mars til 20. júní. Þessi ársfjórðungur fer í að sá og planta. Páskar eru haldnir fyrsta sunnudag eftir fyrsta fullt tungl eftir jafndægur. Það tungl er páskatungl. Á þessum þremur mánuðum fyllir tunglið þrisvar sinnum. Þrisvar er möguleiki að endurtaka góð ráð um sáningu. Nútímaræktandinn hefur ekki frjálsan tíma heldur verður hann að laða sig að þeim kröfum sem gerðar eru til hans. Þess vegna er gott að sjá vorið fyrir sér og skrá nýtt og fullt tungl* á sitt prívat almanak og þá daga sem æskilegt væri að sá og fríja þá tíma.

Sjá einnig sáðalamanak Náttúrunnar sem byggir á kenningum Maríu Thun.

Grafík: Ársskífa með sáningarfjórðungi ársins. Guðrún Tryggvadóttir, ©Náttúran.is.

Birt:
24. febrúar 2016
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Dagsetningar um sáningu“, Náttúran.is: 24. febrúar 2016 URL: http://nature.is/d/2007/04/21/dagsetningar-um-sningu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. apríl 2007
breytt: 24. febrúar 2016

Skilaboð: