Námskeið verður haldið á vegum Lífrænu akademíunnar í Reykjavík föstudaginn 19. apríl 2013 um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit og vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða. Kjörið tækifæri fyrir bændur og aðra sem hyggjast hefja lífræna ræktun og afla sér þekkingar.

Skráning: ord@bondi.is og tun@tun.is eigi síðar en 10. apríl.
þátttökugjald: Kr. 6.500
Fundarstaður og tímasetning auglýst síðar.

Lífræna akademían er samstarfsverkefni fag- og hagsmunaaðila á sviði lífrænnar framleiðslu.
Bændasamtök Íslands, Vottunarstofan Tún og VOR, Félag framleiðanda í lífrænum búskap.

Ljósmynd: Guðfinnur Jakobbson, lífrænn bóndi í Skafholti, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
27. mars 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið - Aðlögun að lifrænum búskap - fyrstu skrefin“, Náttúran.is: 27. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/27/namskeid-adlogun-ad-lifraenum-buskap/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: