Skemmtiferðaskip spilla loftgæðum á norðurslóðum
Nýleg rannsókn á loftmengun í Ny Ålesund á Svalbarða sýnir að mengun  er talsvert meiri þá daga sem skemmtiferðaskip eiga þar viðdvöl en aðra  daga. Þetta gildir jafnt um brennisteinsoxíð, svart kolefni (sót) og  öragnir (60 nm). Höfundar rannsóknarinnar benda á að þessi mengun geti  hugsanlega haft áhrif á vistkerfi svæða sem almennt eru talin ósnortin  og jafnframt skekkt niðurstöður mikilvægra grunnmælinga á slíkum svæðum,  svo sem á Zeppelinfjalli á Svalbarða. Auk þess sé þetta áminning um  mikilvægi þess að huga að vaxandi mengunarhættu samfara aukinni  skipaumferð um Norðurslóðir.
 (Sjá útdrátt í Atmospheric Chemistry and Physics).
Birt:
			25. mars 2013
		
		
			
				
			
			
			Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Skemmtiferðaskip spilla loftgæðum á norðurslóðum“, Náttúran.is: 25. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/26/skemmtiferdaskip-spilla-loftgaedum-nordurslodum/ [Skoðað:4. nóvember 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. mars 2013
		
