Tímamót í Kattegat
Sl. mánudag urðu ákveðin þáttaskil í vindorkuframleiðslu í Danmörku  þegar 36. myllan í Anholt vindmyllugarðinum í Kattegat var tekin í  notkun. Þar með var uppsett afl vindorkustöðva úti fyrir ströndum  Danmerkur komið í 1 GW, sem dugar fyrir u.þ.b. milljón heimili. Séu  vindorkustöðvar á landi taldar með er uppsett afl vindorkustöðva í  Danmörku að nálgast 4 GW. Bretar eru eina þjóðin í heiminum sem fær  meiri raforku en Danir frá vindmyllum á hafi.
 (Sjá frétt Teknisk Ukeblad í gær).
Birt:
			21. mars 2013
		
		
			
				
			
			
			Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Tímamót í Kattegat“, Náttúran.is: 21. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/22/timamot-i-kattegat/ [Skoðað:4. nóvember 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2013
		
