Svefnóregla
Ef barnið grætur mikið að næturlagi þarf að ganga úr skugga um að ekkert ami að því. Haldið svefnherbergi barnsins hlýju og loftræstu. Látið lítið náttljós loga og látið dyrnar standa opnar til þess að barnið skynji návist fólks. Látið barnið aldrei veria aleitt, grátandi inni í lokuðu herbergi. Vinna má gegn svefnörðugleikum með jurtum, t.d. með því að baða barnið eftir kvöldmat í jurtabaði með kamillu, hjartafró eða lofnarblómi. Ef það nægir ekki má gefa barninu kamillu-, kattarmintu- eða hjartafróarte með kvöldmatnum. Miðið skammtana við aldur barnsins.
Ljósmynd: Kamilla, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
22. mars 2013
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Svefnóregla“, Náttúran.is: 22. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/svefnregla/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. apríl 2007
breytt: 22. mars 2013