Neónikótínoíð ekki sett á bannlista
Síðastliðinn föstudag komu fulltrúar Breta, Þjóðverja og nokkura fleiri aðildarríkja Evrópusambandsins í veg fyrir að sérfræðinganefnd sambandsins um fæðukeðjur og heilsu dýra samþykkti tillögu Framkvæmdastjórnar ESB um tveggja ára bann við notkun neónikótínoíðs sem skordýraeiturs, þrátt fyrir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hafi gefið út það álit að eitrið stefni býflugum í óásættanlega hættu og því sé ekki forsvaranlegt að nota það við ræktun plöntutegunda sem býflugur sækja í. Framleiðendur eitursins fagna þessari niðurstöðu, en umhverfisverndarsinnar og ýmsir vísindamenn og stjórnmálamenn eru að sama skapi vonsviknir. Býflugur skipta gríðarlegu máli fyrir fæðuframleiðslu í heiminum, en framleiðendur eitursins telja þó ástæðulaust að banna það, þar sem ekki liggi fyrir sannanir um skaðsemi þess.
(Sjá frétt The Guardian 15. mars).
Ljósmynd: EU: Save our bees kröfuganga, mynd frá Reuters á The Guardian.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Neónikótínoíð ekki sett á bannlista“, Náttúran.is: 18. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/18/neonikotinoid-ekki-sett-bannlista/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.