Miðvikudaginn 20. mars efnir Íslandsstofa til ráðstefnu um heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 – 12:00. Ný skýrsla um íslenska ferðaþjónustu verður kynnt þar sem tekið er á málefnum sem snerta innviði, markaðssetningu, fjárfestingar, uppbyggingu á ferðaþjónustu, stefnumótun ásamt aðgerðaráætlun. Skýrslan var framkvæmd af PKF viðskiptaráðgjöf í Bretlandi fyrir Íslandsstofu og Græna hagkerfið.

Dagskrá:

  • Setning ráðstefnu - Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu
  • Tourism in Iceland – A capsule situation analysis - Helene von Magius Møgelhøj, sjálfstæður ráðgjafi og sérfræðingur á sviði ferðamála og viðskiptaþróunar
  • Achieving sustainability in tourism – The mission and vision for success - Robert Barnard, meðeigandi og sérfræðingur á sviði ferðamála hjá PKF viðskiptaráðgjöf
  • Mörkun og markaðsrannsóknir - Lyklar að hagsæld og sókn í íslenskri ferðaþjónustu - Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar
  • Umgjörð ferðaþjónustu í takt við tímann - Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
  • Móttaka milljóna í sátt við land og þjóð - Magnús Oddsson, fyrrverandi ferðamálastjóri
  • Pallborðsumræður - Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.is stjórnar pallborðsumræðum

Áhugasamir skrái sig á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 19. mars.

Hægt er að nálgast streymi frá fundinum á islandsstofa.is.

Birt:
18. mars 2013
Uppruni:
Íslandsstofa
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvert stefnum við?“, Náttúran.is: 18. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/18/hvert-stefnum-vid/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: