Líkur á góðu norðurljósaveðri með talsverðri virkni. Bestu aðstæðurnar eflaust á Suðurlandi og í uppsveitum suðvestan og vestanlands. Léttskýjað að mestu sunnantil á landinu og á Vesturlandi. Vestast á landinu gæti þó háskýjaslæða legið yfir um tíma. Búast má við skýjabakka við sjávarsíðuna á Norðurlandi vestra, en víða léttskýjað inn til landsins. Skýjabakki verður um tíma yfir Vestfjörðum í kvöld og fram á nótt, einkum á sunnanverðum Vestfjörðum, en annars fremur léttskýjað. Á Norðurlandi Eystra og Austurlandi er búist við að það verði skýjað að mestu. Kórónugos varð á sólinni í gærmorgun og mikið ský rafhlaðinna einda þeyttist út í geiminn. Hluti þess er á leið til jarðar á miklum hraða. Eindaskýið kemur líklega til jarðar síðdegis í dag eða í kvöld, en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. Búast má við öflugum norðurljósum um helgina.

Skoðið skýjahuluna nánar á vedur.is.

Ljósmynd: Aurora Borealis, ©Árni Tryggvason.

Birt:
16. mars 2013
Höfundur:
Veðurstofan
Tilvitnun:
Veðurstofan „Norðurljósaspá fyrir laugardagskvöld“, Náttúran.is: 16. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/16/nordurljosaspa-fyrir-laugardagskvold/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: