Konur grænni en karlar
Norskar konur hugsa meira um umhverfið en karlkyns landar þeirra ef marka má reglubundna neytendakönnun sem Respons Analyse gerði fyrir Svaninn í Noregi. Sem dæmi um þetta má nefna að 57% kvenna svipast um eftir Svansmerkinu þegar þær kaupa inn, en aðeins 39% karla. Konur eru einnig líklegri en karlar til að flokka úrgang og sniðganga einnotavörur. Í þeim þjóðfélagshópi sem hugsar mest um umhverfismál eru konur í miklum meirihluta.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Noregi 8. mars).
Birt:
13. mars 2013
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Konur grænni en karlar“, Náttúran.is: 13. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/13/konur-graenni-en-karlar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.