Innanríkisráðuneytið og Vegagerðin efna til málþings um almenningssamgöngur og aðra fararmáta í Heklu á Hótel Sögu miðvikudaginn 20 mars kl. 10:00 - 13:00.

Dagskrá:

  • Samferða skynseminni - Framtíðarsýn um samgöngur - Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra
  • Almenningssamgöngur -raunhæfur kostur um allt land? - Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
  • Hvað gerir Strætó við aurinn - Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó
  • Hvert þarftu að komast? - Einar Kristjánsson, Skipulags- og þróunarsviði Strætó
  • Svona gerum við: Úr öllum áttum í eitt kerfi - Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú
  • Ferðast milli hverfa: Almenningssamgöngur í Eyjafirði - Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri

Kaffi

  • Borg fyrir fólk: Umhverfi, skipulag og aðrir samgöngumátar - Kristín Soffía Jónsdóttir, verkfræðingur og fulltrúi í umhverfis- og skiplagsráði Reykjavíkur
  • Samgöngustefna fyrirtækja: Hvað er hún og hverju skilar hún? - Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti
  • Ég vel að ferðast með strætó - Guðríður Haraldsdóttir aðstoðarritstjóri Vikunnar og fastakúnni strætó
  • Stuð í Strætó - Ari Eldjárn samfélagsrýnir og sérfræðingur í almenningssamgöngum

Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneyti. Skráning á vef ráðuneytisins eða í netfang kristin.hjalmarsdottir@irr.is.

Grafík: Strætó á Strætóstoppistöð, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
9. mars 2013
Höfundur:
Vegagerðin
Tilvitnun:
Vegagerðin „Stuð í strætó! - málþing um almenningssamgöngur“, Náttúran.is: 9. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/08/stud-i-straeto/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. mars 2013
breytt: 28. október 2014

Skilaboð: