Fjöldi skógarfíla hefur minnkað um 62% um alla Mið-Afríku á undanförnum 10 árum, samkvæmt rannsókn

Rannsóknin staðfesti ótta um að afríski skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis) sé í útrýmingarhættu og muni hugsanlega deyja út á næsta áratug.

Dýraverndunarsinnar segja að „skilvirkar, snöggar, marghliða aðgerðir" þurfi til að bjarga fílunum. Áhyggjur þeirra felast í því að verið er að drepa fílana út af fílabeini í tönnum fílanna. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var framkvæmd af vísindamönnum frá Wildlife Conservation Society (WCS) og nokkrum öðrum verndarsamtökum birtast í vísindatímaritinu PLoS One.

Meira en 60 meðhöfundur lögðu sitt af mörkum til rannsóknarinnar, sem var undir stjórn Dr. Fiona Maisels, sem er WCS vísindamaður frá Raunvísindadeild Háskólans í Stirling, og Dr. Samantha Strindberg sem er einnig starfandi vísindamaður hjá WCS. „Jafnvel þótt við værum undirbúin undir að sjá slíkar niðurstöður, urðum við miður okkar að sjá að hnignun fílastofnsins á einum áratug er meiri en 60%", sagði Dr Maisels við BBC Nature.

Risar sem erfitt er að festa hönd á

Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að stór svæði þar sem fílar gengu um í hjörðum fyrir aðeins 10 árum síðan, séu orðin næstum laus við fíla.

Mikil gagnasöfnun

Vísindamenn skoðuðu skóglendi í Kamerún, Mið-Afríku Lýðveldinu, í Kongó, Gabon og í Lýðveldinu Kongó.

Dr Maisels segir að feltteymi hafi eytt sem nemur „91.600 dögum á mann... og gengið meira en 12.875 km" til að safna mestu magni gagna um afríska skógarfílinn sem hefur nokkru sinni verið safnað. „Þegar um er að ræða fíla fáum við staðlaðan mælikvarða yfir fjölda þeirra með því að mæla skítahaugana sem þeir skilja eftir sig. Það voru 11.000 skítahaugar í gagnagrunninum okkar," segir Dr. Maisels. Hún sagði að feltteymin hefðu einnig skráð ummerki um menn eins og snörur og byssuhylki sem sáust við feltrannsóknir frá árinu 2002 til 2011.

Niðurstöðurnar staðfestu það sem vísindamenn grunaði þegar. „Skógarfílar voru sjaldgæfari og sjaldgæfari á stöðum sem voru að verða þéttbýlli af mönnum, innviðir eins og vegir, mikil veiði, og slæm stjórn svæða - gáfu til kynna spillingu og skort á framfylgni lagaákvæða," sagði Dr. Maisels.
„Við vorum einnig hissa að sjá að stórir hlutar ósnortins skóglendis Afríku, hafa núna glatað stærstum hluta skógarfíla sinna."

Heildarmyndin

Dýraverndunarsinnar telja að næstum einn þriðji hluti landsins þar sem afríski skógarfíllinn átti heimkynni sín fyrir 10 árum síðan, sé orðið svæði sem er hættulegt dýrum, þar sem veiðiþjófar komast auðveldlega um þessi svæði með því að nota vegi er tengjast skógarhöggi.

Vísindagreinin hefur verið birt til að hægt sé að kynna hana á ráðstefnunni 2013 Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora (Cites), sem verður í Bangkok frá 3-14 mars n.k. Dr. Maisels útskýrði að verkefnið Borgir sem fylgjast með ólöglegum drápum á fílum (MIKE), hafi sýnt að aukning á veiðiþjófnaði í Afríku tengist sterklega sveiflum í eftirspurn eftir fílabeini í Asíu.

Forsetisráðherra Thaílands, Yingluck Shinawatra hefur þegar samþykkt á Cites ráðstefnunni, að breyta thaílenskri löggjöf þannig að bannað verði að versla með fílabein.

Dýraverndunarsinnar kalla núna á beinar aðgerðir til að vernda þann stofn afríska skógarfílsins sem eftir er.
„WCS samtökin leggja til að Cites ráðstefnan skoði glufur í löggjöf og skoði alla þætti veiði og verslunarkeðjunnar alveg frá veiðum til sölu á markaði - sem hafa leitt til þess að núverandi kerfi til að hafa stjórn á verslun með fílabein hefur brugðist," sagði Dr. Maisels.

Birt:
7. mars 2013
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „%aslk „dfjlæaksd““, Náttúran.is: 7. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/07/aslkdfjlaeaksd/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: