Norska garðvörukeðjan Plantasjen hefur samþykkt að greiða 400.000 norskar krónur (tæpar 9 millj. ísl. kr.) í sekt eftir að blý, þalöt og stuttar klórparafínkeðjur fundust í þremur af átta vörum frá fyrirtækinu, sem Umhverfisstofnun Noregs (Klif) lét greina í reglubundnu eftirliti. Vörurnar sem um ræðir voru litskrúðug ljósasería, garðdót og garðhanskar fyrir börn; allar fluttar inn frá Asíu. Auk sektarinnar voru 500.000 norskar krónur af söluandvirði gerðar upptækar (rúmar 11 millj. ísl. kr).
(Sjá frétt á heimasíðu Klif í morgun).

Ljósmynd: Umræddir vinnuhanskar fyrir börn, af nrk.no

Birt:
7. mars 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sektað fyrir óleyfileg efni í vörum fyrir börn“, Náttúran.is: 7. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/07/sektad-fyrir-oleyfileg-efni-i-vorum-fyrir-born/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: