Þrengslaskattur í Gautaborg gefur góða raun
Þrengslaskattur (e. congestion tax) sem lagður er á ökutæki á helstu umferðaræðum á leið inn í Gautaborg hefur gefið góða raun. Gjaldtakan hófst um nýliðin áramót og strax í janúarmánuði var umferð um gjaldstöðvar 17% minni en í sama mánuði 2012. Á sama tíma jókst farþegafjöldi almenningsfarartækja um 13-18%. Í tengslum við þetta vinna borgaryfirvöld að því að fjölga bílastæðum utan gjaldsvæðanna verulega til að auðvelda fólki að geyma bíla sína þar og nota almenningssamgöngur á leið sinni inn í borgina.
(Sjá skýrslu Umferðarstofu Svíþjóðar 21. febrúar).
Grafík: Úr skýrslunni, Västsvenska paketet.
Birt:
6. mars 2013
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Þrengslaskattur í Gautaborg gefur góða raun“, Náttúran.is: 6. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/06/threngslaskattur-i-gautaborg-gefur-goda-raun/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.