Vistbyggðarráðs stendur fyrir 3-4 opnum fundum á ári þar sem fjallað er um afmörkuð efni sem tengjast viðfangsefninu vistvæn byggð í víðum skilningi. Þessi fundir hafa verið vel sóttir og oft skapast líflega umræður. Fundirnir eru öllum opnir og eru einkum ætlaðir til að vekja athygli á mikilvægi þess að efla vistvæna byggð. Nú er komið að fyrsta fundi á þessu nýja ári. Að þessu sinni er fundurinn haldinn á veitingahúsinu Nauthól við Nauthólsvík þ. 14. mars kl. 8:30-10:00 (húsið opnar kl. 8:15)

Í upphafi fundar mun Þórunn Steinsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Nauthóls segja stuttlega frá vottunarferli veitingastaðarins en hann er fyrsti veitingastaðurinn til að fá svansvottun á rekstur sinn.

Starfshópur um vottunarkerfi fyrir byggingar mun kynna skýslu sem unnið hefur verið að á grundvelli styrks frá Umhverfisráðuneytinu. Þrjú vottunarkerfi, BREEAM, DGNB og Milljöbyggnad voru skoðuð með tilliti til þess hversu vel þau hentuðu íslensku markaðsumhverfi fyrir vottaðar byggingar. Skýrslan er ætluð sem grundvöllur umræðu og ákvarðanatöku í tengslum  við hugsanlega innleiðingu eða notkun alþjóðlegra vottunarkerfa hér á landi.

Þá stóð Vistbyggðarráð, ásamt systursamtökum á Norðurlöndum, fyrir ráðstefnu í Helsinki dagana 31.jan – 1. feb síðastliðinn og verður farið yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni. Þar voru samankomnir sérfræðingar og aðrir sem starfa í tengslum við byggingariðnaðinn á Norðurlöndunum, framkvæmdaaðilar, fjárfestar, ráðgjafar, hönnuðir, notendur, þeir sem móta stefnu og standa fyrir rannsóknum á þessu sviði.

Boðið verður upp á kaffi og morgunmat á fundinum á Nauthól í fyrramálið. Skráning hér.

Fundurinn er öllum opinn!

Birt:
6. mars 2013
Tilvitnun:
Sigríður Björk Jónsdóttir „Umhverfisvottun bygginga og fréttir af Norrænni ráðstefnu“, Náttúran.is: 6. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/06/umhverfisvottun-byggingar-og-frettir-af-norraenni-/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: