Brýnt að innlima heilsufarskostnað vegna flutninga í verð vöru
Áætlað er að árlega megi rekja 350.000 ótímabær dauðsföll og 3 milljónir veikindadaga í Evrópu til loftmengunar. Þessu fylgir gríðarlegur kostnaður. Mengun frá flutningabílum á stóran hlut að máli, en áætlað er að þessi eina uppspretta mengunar kosti heilbrigðiskerfi ríkjanna á Evrópska efnhagssvæðinu samtals um 45 milljarða evra á ári (um 7.300 milljarða ísl. kr). Umhverfisstofnun Evrópu telur brýnt að innlima þennan kostnað í vöruverð og hvetja þannig um leið til heilsusamlegri flutninga og hreinni tækni. Heilsufarskostnaður vegna landflutninga er mjög mishár eftir löndum, eða allt frá hálfu evrusenti (0,80 ísl kr.) upp í 12 sent (20 ísl. kr.) á kílómetra miðað við 12-14 tonna Euroclass III flutningabíl. Kostnaðurinn ræðst einkum af þéttleika byggðar og landfræðilegum aðstæðum.
(Sjá frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar Evrópu 28. febrúar).
Grafík: Mengun, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Brýnt að innlima heilsufarskostnað vegna flutninga í verð vöru“, Náttúran.is: 5. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/05/brynt-ad-innlima-heilsufarskostnad-vegna-flutninga/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.