Solla besti hráfæðiskokkur heims annað árið í röð
Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð, fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna annað árið í röð. Solla, sem var tilnefnd í tveimur flokkum, "BEST of RAW Gourmet Chef" og líka í "Best RAW Simple Chef" sigraði báða flokkana. Valið fór fram á netinu.
"TAKK ♥ TAKK ♥ TAKK allir fyrir stuðninginn!!! Þið eruð FRÁBÆR ♥ Ég vann annað árið í röð BEST of RAW i báðum flokkum*•.¸¸☼ Úhhh jéhhh ♥" skrifaði Solla á Facebooksíðuna sína þar sem hún þakkar fyrir alla hamingjuóskirnar sem vinir hennar hafa sent henni á síðunni.
Ljósmynd: Solla hráfæðisfrömuður.
Birt:
2. mars 2013
Tilvitnun:
Vísir.is „ Solla besti hráfæðiskokkur heims annað árið í röð“, Náttúran.is: 2. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/02/solla-besti-hrafaediskokkur-heims-annad-arid-i-rod/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.