Orkuveita Reykjavíkur stendur fyrir málþingi um vatnsverndarmál í dag laugardaginn 23. febrúar á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, milli klukkan 13:00-15:00.

Á þinginu munu heyrast fjölmörg sjónarmið sem tengjast málefninu en vatnsverndarsvæðin eru vinsæl til útivistar og vaxandi ásókn er í nýtingu þeirra til ýmissa annarra umsvifa. Um 200.000 þúsund manns, eða tveir af hverjum þremur Íslendingum, fá hinsvegar neysluvatn úr þeim grunnvatnsstraumum sem renna undir Heið-mörkinni.

Bjarni Bjarnason , forstjóri OR setur þingið:

Hagsmunaárekstrar vegna vatnsverndar eru ekki nýir af nálinni. Þeir byrjuðu strax 1909.

Ísland hefur mikla sérstöðu í veröldinni og meðal grannþjóða um aðgengi að vatni en birgðir ferskvatns hér eru þúsundfaldar miðað við önnur ríki. Þessum gæðum er þó misskipt eftir svæðum hér innanlands og aðgengi ekki allsstaðar gott.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitunnar – „Er kalda vatnið í kerfi?“

  • Álag á vatnsverndarsvæðin fer vaxandi. Byggð færist nær, umferð um það eykst og eftirspurn eftir annarri notkun en vatnsbúskap.
  • Hrein heppni hefur ráðið því að ekki hafa orðið mengunarslys í tengslum við óhöpp sem orðið hafa á síðustu árum.
  • Við framtíðarskipulag á svæðinu, er hægt að sammælast um vatnsvernd verði lögð til grundvallar og aðrir hagsmunir verði að taka mið af henni?

Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur – „Af hverju vatnsvernd?“

  • Reykjavík hefur mikla sérstöðu meðal höfuðborga Norðurlanda í vatnsmálum og sú eina þar sem ekki þarf að meðhöndla neysluvatnið.
  • Margvíslegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á og í grennd við vatnsverndarsvæðin. Þær verða taldar upp.

Snorri Halldórsson, deildarstjóri gæðastjórnunardeildar Actavis – „Neysluvatnið og atvinulífið.“

  • Fyrirtækið hefur starfsemi víða og því bærilegan samanburð á aðgengi að vatni víða um lönd.
  • Neysluvatn á Íslandi er hreint, ódýrt og áreiðanlegt. Hátt í þrítugfaldur munur er á verði fyrirtækjavatns milli Hafnarfjarðar og Hróarskeldu.
  • Styrkir samkeppnisstöðu framleiðslufyrirtækja

Með stutt innlegg á þinginu verða aðilar, sem nýta vatnsverndarsvæði Höfuðborgarsvæðisins með ýmsum hætti. Það er þau; Kári Steinn Karlsson hlaupari, Helgi Gíslason skógræktarmaður, Ragnheiður Thorsteinsson stangveiðikona, Magnús Árnason skíðamaður og Rúnar Sigurðsson, hestamaður

Fundarstjóri verður Þóra Arnórsdóttir.

Það er enginn aðgangseyrir að þinginu en áhugasamir eru beðnir að skrá sig á vef Orkuveitunnar.

Birt:
23. febrúar 2013
Tilvitnun:
Orkuveita Reykjavíkur „Opið málþing um vatnsvernd“, Náttúran.is: 23. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/23/opid-malthing-um-vatnsvernd/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: