Olíutunnan - oildrum.com hefur sett fram áhugaverðar upplýsingar um það hve mikla orku þarf til að framleiða mismunandi fæðutegundir; Ég setti gögnin upp í súlurit (sjá hér að ofan) og í ljós kom að flestir ættu að hugsa sig um og gerast Vegan eða grænmetisætur a.m.k. á virkum dögum; ostur þarfnaðist álíka mikillar orku í framleiðslu eins og kjöt.

Tafla 2: Skilvirkni orkunýtingar fyrir ýmsar mismunandi fæðutegundir (Mælt sem: Fæðukaloríur/Orka sem er notuð við framleiðslu)



Tafla tvö sýnir samanburð á skilvirkni orkunýtingar við framleiðslu ýmissa matvæla. Eftirfarandi er sérstaklega eftirtektarvert:
Það þarf um 25 sinnum meiri orku til að framleiða eina kaloríu af nautakjöti en að framleiða eina kaloríu af korni til manneldis. Mjólkurvörur eru almennt nokkuð skilvirkar orkulega séð þar sem þær innihalda margar kaloríur miðað við rúmmál. Þeir sem aðhyllst Vegan mataræðið geta verið stoltir af því að mataræði þeirra felur í sér um 90% minni orkunotkun en hið almenna bandaríska mataræði gerir. Jafnvel þeir sem borða einungis egg og mjólkurvörur geta haldið því fram að þeir ný ti orku til framleiðslu matvæla mjög skynsamlega.

Þannig að osturinn er ekki svo slæmur sé horft á það hversu margar kaloríur eru í hverju oststykki. Kannski er nóg að vera grænmetisæta á virkum dögum og taka þannig skref í átt til þess að bæta umhverfið. Meiri upplýsingar er að finna á síðunni The Oil drum www.oildrum.com.

Súlurit og tafla teiknaðar og íslenskaðar eftir fyrirmynd á theolidrum.com, Guðrún Tryggvadóttir Náttúran.is.

Birt:
24. júlí 2014
Höfundur:
Ari
Tilvitnun:
Ari „Sú orka sem þarf til að framleiða hálft kíló af mat“, Náttúran.is: 24. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2010/03/06/su-orka-sem-tharf-til-ao-framleioa-halft-kilo-af-m/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. mars 2010
breytt: 24. júlí 2014

Skilaboð: