Manngerð efni í neytendavörum eiga sinn þátt í mikilli fjölgun sjúkdómstilfella í börnum. Undir þetta falla m.a. vansköpun við fæðingu, hvítblæði, heilaæxli og jafnvel einhverfa. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og birt var í gær. Í skýrslunni er sjónum beint að hormónaraskandi efnum, svo sem þalötum og BPA. Þar kemur fram að gríðarlegur fjöldi slíkra efna sé í notkun, án þess að menn hafi nokkra yfirsýn yfir áhrif þeirra á umhverfi og heilsu, hvað þá yfir samverkandi áhrif þar sem um slíkt er að ræða. Þessi áhrif kunni að vera verulega vanmetin. Auk fyrrnefndra áhrifa á heilsufar barna geti þessi efni átt sinn þátt í útdauða einstakra dýrategunda, minnkandi sæðisgæðum karlmanna, ófrjósemi kvenna, krabbameini í brjóstum og blöðruhálskirtli, sykursýki, astma, offitu, lesblindu, Alzheimer og Parkinson, svo dæmi séu tekin. Hér sé um að ræða hnattræna ógn sem bregðast þurfi við.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Birt:
20. febrúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Manngerð efni ógna heilsu jarðarbúa“, Náttúran.is: 20. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/20/manngerd-efni-ogna-heilsu-jardarbua/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: