Ísland – allt árið, Íslandsstofa og SAF boðar til kynningafundar miðvikudaginn 20. febrúar 2013. Á fundunum munu fulltrúar frá Vegagerðinni kynna nýtt og öflugt upplýsingakerfi sem sýnir ástand og færð á vegakerfinu í rauntíma.

Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica kl. 08:30 – 10:00

Nánar um upplýsingakerfið:

Á síðustu árum hefur Vegagerðin þróað öflugt upplýsingakerfi um veður og færð og ástand vega. Kerfið eins og það er í núverandi mynd hefur verið notað og gengið í gegnum þróunarferli í 13 ár og nota vegfarendur það í ríkum mæli svo og stjórnendur Vegagerðarinnar, en upplýsingakerfið er um leið hluti af stjórnkerfi vetrarþjónustunnar.

Með slíku kerfi hefur reynslan sýnt, að betri möguleikar eru á:

  • Yfirsýn um ástand og færð á vegakerfinu.
  • Markvissri ákvarðanatöku um þjónustu og aðgerðir á vegunum.
  • Umferðarvöktun og umferðarstýringu.
  • Fjölbreyttri og öflugri upplýsingagjöf til vegfarenda.

Með þessu getur ferðamaður fengið upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum á ferð sinni um landið allan ársins hring.

Dagskrá:

Inngangur; Einar Karl Haraldsson formaður stjórnar Ísland – allt árið

Nýtt upplýsingakerfi Vegagerðarinnar; Björn Ólafsson og Gunnar Linnet Lokaorð; Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF

Áhugasamir vinsamlega skrái sig hér fyrir mánudaginn 18. febrúar. Einnig verður streymt frá fundunum. Eftirfarandi hlekkurr vísa á streymið:

Fundur í Reykjavík:
https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=718717897&sipw=nv64

 

Ljósmynd: Vegaslóði við gömul býli á Hólmavík, Guðrún A. Tryggvadóttir.

 

Birt:
17. febrúar 2013
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Nýtt upplýsingakerfi um færð á vegum kynnt“, Náttúran.is: 17. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/17/nytt-upplysingakerfi-um-faerd-vegum-kynnt/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. febrúar 2013

Skilaboð: