Næstkomandi sunnudag stendur Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) fyrir keppni í hálfmaraþoni í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, þar sem aðalstöðvar UNEP eru staðsettar. Hlaupið er haldið í tilefni 27. aðalfundar UNEP, þeim fyrsta eftir að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá grundvallarbreytingu sem lögð var til á ráðstefnunni Ríó+20 á síðasta ári, að stjórn UNEP skyldi opin fulltrúum allra aðildarríkja. Aðalfundurinn er því í reynd orðinn að alheimsfundi leiðtoga þjóða heims um umhverfismál. Fundurinn hefst í dag og stendur fram á föstudag. Það er von UNEP að sem flestir fundarmenn taki þátt í hlaupinu í framhaldi af aðalfundinum og hitti þar fyrir vaskan hóp heimamanna.
(Sjá umfjöllun um hlaupið á heimasíðu UNEP).

Birt:
18. febrúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Hálfmaraþon í tilefni af andlitslyftingu UNEP“, Náttúran.is: 18. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/18/halfmarathon-i-tilefni-af-andlitslyftingu-unep/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: