Eru erfðabreyttar lífverur að drepa okkur?
Þann 14. febrúar stendur Verkfræðingafélag Íslands fyrir samlokufundi undir yfirsögninni „Eru erfðabreyttar lífverur að drepa okkur?“. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateig 9, kl. 12-13.
Dr. Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við læknadeild Háskóla Íslands, mun fjalla um erfðabreyttar lífverur og áhrif þeirra á heilsu. Erfðabreyttar lífverur hafa verið mikið í sviðsljósinu á Íslandi undanfarin ár og liggur nú fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um bann við útiræktun slíkra lífvera. Skaðleg áhrif á heilsu manna er ein helsta ástæðan sem nefnd er fyrir slíku banni. Eiríkur mun ræða áhrif erfðabreyttra lífvera á heilsu manna.
Birt:
11. febrúar 2013
Tilvitnun:
Náttúran „Eru erfðabreyttar lífverur að drepa okkur?“, Náttúran.is: 11. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/11/eru-erfdabreyttar-lifverur-ad-drepa-okkur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.