Frjáls félagasamtök sífellt mikilvægari
Frjáls félagasamtök munu gegna enn mikilvægara hlutverki á næstu árum en þau gera nú, ef marka má nýja skýrslu sem KPMG vann í samstarfi við World Economic Forum. Svo virðist sem munurinn á viðhorfum og tjáningarformi opinberra aðila, einkageirans og félagasamtaka verði sífellt minni og að í raun séu mörkin þarna á milli smátt og smátt að hverfa. Margt bendir til að félagasamtökin gefi tóninn í umræðum um mikilvæg mál sem varða framtíðina, svo sem í umræðu um sjálfbæra þróun. Í slíkum samtökum er líka að finna þekkingu á aðstæðum í grasrótinni, sem ekki er til annars staðar.
(Sjá fréttatilkynningu á heimasíðu KPMG í Svíþjóð 5. febrúar).
Birt:
9. febrúar 2013
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Frjáls félagasamtök sífellt mikilvægari“, Náttúran.is: 9. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/10/frjals-felagasamtok-sifellt-mikilvaegari/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. febrúar 2013