Í Noregi eru fleiri rafbílar en í nokkru öðru landi heims, miðað við höfðatölu. Heildarfjöldinn er nú kominn yfir 10.000 og í janúar 2013 voru rafbílar 2,9% af öllum nýjum seldum fólksbílum, eða 337 talsins. Markaðshlutdeild rafknúinna vörubíla var enn hærri, eða 3,3%. Tvinnbílum fjölgar einnig ört í Noregi, en 633 slíkir seldust í janúar.
(Sjá frétt í Teknisk Ukeblad 3. febrúar).

Grafík: af vef Orkuseturs.

Birt:
5. febrúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Norðmenn eiga heimsmet í rafbílavæðingu“, Náttúran.is: 5. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/05/nordmenn-eiga-heimsmet-i-rafbilavaedingu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: