Frá og með 1. júlí nk. verða verslanir og skrifstofur í Frakklandi að slökkva öll inniljós einni klst. eftir að síðasti starfsmaður yfirgefur bygginguna. Jafnframt verða ljós í búðargluggum að vera slökkt eftir kl. 1 eftir miðnætti. Þessar reglur eru hluti af nýrri löggjöf sem ætlað er að draga úr ljósmengun, auk þess sem losun koltvísýrings mun minnka um 250.000 tonn á ári. Orkan sem sparast dugar fyrir 750.000 frönsk heimili.
(Sjá frétt The Guardian 30. janúar).

Ljósmynd: Kveikt á lampa, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
1. febrúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Ljósin slökkt í Frakklandi“, Náttúran.is: 1. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/02/ljosin-slokkt-i-frakklandi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. febrúar 2013

Skilaboð: