Á næstu þremur árum verður fyrsta samhæfða vetniskerfi Bretlands byggt upp í London. Miðpunkturinn í kerfinu verða nokkrar áfyllingarstöðvar fyrir vetnisbíla, þar sem vetni af endurnýjanlegum uppruna verður afgreitt með 700 bara þrýstingi. Jafnframt verða eldri stöðvar uppfærðar í 700 bör til að mæta fyrirsjáanlegri þróun vetnisbíla. Uppbygging kerfisins er samstarf nokkurra aðila, en verkefnið gengur undir nafninu London Hydrogen Network Expansion (LHNE). Í verkefninu felst einnig útvegun vetnisbíla, m.a. fólksbíla af Hyundai-gerð og Revolve sendibíla. Með tilkomu kerfisins verða vetnisknúnir flutningar að raunhæfum möguleika í London. Aðstandendur verkefnisins vonast til að það nýtist sem sýnidæmi og fyrirmynd annarra vetniskerfa sem byggð verða upp í Bretlandi og annars staðar í Evrópu í framtíðinni.
(Sjá frétt EDIE 30. janúar).

Grafík: Þrír grænir bílar, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
31. janúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Innviðir fyrir vetni byggðir upp í London“, Náttúran.is: 31. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/31/innvidir-fyrir-vetni-byggdir-upp-i-london/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: