Frá og með 1. janúar 2015 verður efnið bisfenól-A (BPA) bannað í matarumbúðum í Frakklandi. Þetta var ákveðið með lögum sem sett voru á aðfangadag 2012 og kveða á um bann við framleiðslu, innflutningi, útflutningi og markaðssetningu hvers kyns matarumbúða sem innihalda efnið. Nokkur lönd hafa þegar bannað sölu á ungbarnapelum, snuðum o.fl. sem innihalda BPA, en með þessari ákvörðun ganga Frakkar lengra. Þar til bannið tekur gildi verður auk heldur skylt að merkja umbúðir sem innihalda efnið. BPA er grunneiningin í pólýkarbónatplasti og er einnig að finna í epoxýhúð sem stundum er notuð innan á niðursuðudósir. Í háum styrk getur efnið haft margvísleg skaðleg áhrif á heilsu manna, og nýlegar rannsóknir benda til áhrifa á þroskun heila, jafnvel í lágum styrk.
(Sjá frétt á forbrugerkemi.dk 28. janúar).

Grafík: Dósir, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
30. janúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Frakkar banna BPA í matarumbúðum“, Náttúran.is: 30. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/30/frakkar-banna-bpa-i-matarumbudum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: