Samþætta þarf aðgerðir til að draga úr myndun úrgangs
Engin ein aðgerð dugar til að draga úr myndun úrgangs, heldur þarf að  beita fleiri stjórntækjum samtímis. Þetta er meginniðurstaða 6 ára  þverfaglegs rannsóknaverkefnis á vegum Umhverfisstofnunar Svíþjóðar (Naturvårdsverket) undir yfirskriftinni Sjálfbær meðhöndlun úrgangs. Ef  ekkert er að gert er talið að úrgangsmagnið tvöfaldist fram til ársins  2030. Eitt af því sem Svíar telja koma til greina til að sporna við  þessari þróun er að banna alfarið urðun og brennslu tiltekinna  úrgangsflokka sem með góðu móti er hægt að endurvinna. Jafnframt þurfa  að verða breytingar í hönnun til að gera endurvinnslu fýsilegri. Þannig  þarf að draga úr notkun hættulegra efna í framleiðslu og hanna vörur  þannig að auðvelt sé að taka þær í sundur og aðskilja mismunandi efni.  Önnur aðgerð sem nefnd hefur verið til að draga úr myndun úrgangs er að  veita sérstaka skattaafslætti vegna viðhalds tækja, svipað og tíðkast  varðandi viðhald íbúðarhúsnæðis.
 (Sjá fréttatilkynningu Naturvårdsverket 23. janúar).
Ljósmynd: Innvols úr sjónvarpi, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Samþætta þarf aðgerðir til að draga úr myndun úrgangs“, Náttúran.is: 29. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/29/samthaetta-tharf-adgerdir-til-ad-draga-ur-myndun-u/ [Skoðað:4. nóvember 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
		
