Spáð, snætt og sparað
Í fyrradag hleyptu stofnanir Sameinuðu þjóðanna af stokkunum nýju átaki til að draga úr sóun matvæla. Átakið, sem hefur yfirskriftina „Think.Eat.Save“, beinist fyrst og fremst að neytendum, smásölu og veitingastöðum, en í þessum síðustu þrepum matvælakeðjunnar er áætlað að árlega sé hent um 300 milljónum tonna af ætum mat, m.a. vegna þröngrar túlkunar dagstimpla, útlitskrafna og of stórra skammta. Liður í átakinu er að halda úti upplýsingagáttinni www.thinkeatsave.org með yfirliti yfir stöðu mála og helstu verkefni sem í gangi eru á hverjum tíma til að draga úr sóun matvæla. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) standa fyrir átakinu í samvinnu við fleiri aðila. Að mati FAO tapast að jafnaði um þriðjungur allra matvæla sem framleidd eru í heiminum, árlega að verðmæti um 1 billjón Bandaríkjadala (um 130 þúsund milljarðar ísl. kr).
(Sjá frétt á heimasíðu UNEP 22. janúar).
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Spáð, snætt og sparað“, Náttúran.is: 24. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/29/spad-snaett-og-sparad/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. janúar 2013