Benetton gengur til liðs við „Detox-hópinn“
Í síðustu viku bættist Benetton í hóp þeirra 12 fataframleiðandenda  sem áður höfðu heitið því að fara í afeitrun, þ.e.a.s. að hætta notkun  hættulegra efna í framleiðslu sinni. Kveikjan að þessu framtaki  fyrirtækjanna er svonefnt „Detox-átak“ Greenpeace, sem hófst árið 2011  og hefur það að markmiði að auka gagnsæi í umhverfismálum tískugeirans.  Fyrsta skrefið í átaki Benetton er að opinbera upplýsingar um losun  mengandi efna frá 30 helstu birgjum sínum á heimsvísu 2013. Fyrir árslok  2015 ætlar fyrirtækið að hætta notkun perflúorkolefna (PFC), og árið  2020 á öll notkun hættulegra efna að heyra sögunni til.
 (Sjá frétt EDIE 17. janúar og umfjöllun 2020.is 17. desember 2012).
Mynd: Skjáskot af vef benetton.com.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Benetton gengur til liðs við „Detox-hópinn““, Náttúran.is: 21. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/22/benetton-gengur-til-lids-vid-detox-hopinn/ [Skoðað:4. nóvember 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. janúar 2013
		
