Sum bókasöfn taka við bókum séu þær áhugaverðar fyrir safnið og nokkur sveitarfélög hafa sérstakt ílát fyrir bækur á stærstu móttökustöðunum. Þær rata þá til Góða hirðisins eða annarra aðila sem geta komið bókunum í nýtingu eða verð. Hægt er að gefa vinum bækur eða auglýsa þær til gjafar eða sölu. Ef um verðmætar bækur er að ræða væri skynsamlegt að láta meta virði þeirra. Tekið er við bókum á endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og fara þær þá til Góða hirðisins. Ónýtar bækur má setja í blandaða pappírsendurvinnslu ef harðspjöldin eru rifin af og þeim þá hent í almennt heimilissorp.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad, nú aðgengilegt ókeypis í AppStore.

Grafík: Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
21. janúar 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bækur“, Náttúran.is: 21. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/21/baekur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: