Nýjar reglur um bílastæði fyrir visthæfa bíla
Reglur um bílastæði fyrir visthæfa bíla hafa verið endurskoðaðar og gilda þær til 2015. En slíkum bifreiðum er heimilt að leggja án endurgjalds í 90 mínútur í gjaldskyld bílastæði á götum í Reykjavík með tilteknum takmörkunum. Reglugerðin er hér fyrir neðan:
Visthæfum ökutækjum er heimilt að leggja án endurgjalds í 90 mínútur í gjaldskyld bílastæði á götum í Reykjavík með tilteknum takmörkunum.
Eftirfarandi visthæf ökutæki geta fengið umrædda heimild;
- Bensín og dieselbílar og tvíorkubílar sem gefa frá sér minna en 120g koldíoxíð pr. km.
- Bílar með brunahreyfli, sem ganga fyrir innlendum orkugjöfum svo sem metani, metanóli, og lífdíesel og gefa frá sér minna en 120g koldíoxíð pr. km.
- Bílar sem ganga fyrir rafmagni, tengiltvinnbílar
- Bílar sem ganga fyrir vetni.
Takmarkanir;
- Gjaldfrelsi gildir einungis fyrir bifreiðar með klukkuskífum útgefnum af Reykjavíkurborg (sjá mynd hér að neðan).
- Skráð eigin þyngd bifreiðar skal vera minni en 1.600 kg.
- Tími gjaldfrelsis miðast við hverja ökuferð en endurnýjast ekki við tilflutning milli bílastæða.
- Heimildin fellur niður sé bifreiðin á negldum hjólbörðum.
Reglur þessar gilda til 1. janúar 2015. Eldri reglur og heimildir falla úr gildi þann 1. janúar 2013.
Birt:
17. janúar 2013
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Nýjar reglur um bílastæði fyrir visthæfa bíla“, Náttúran.is: 17. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/17/nyjar-reglur-um-bilastaedi-fyrir-visthaefa-bila/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.