Barnaföt geta innihaldið leifar af nónýlfenólethoxýlötum (NPE), sem sums staðar eru notuð sem hjálparefni í textílframleiðslu. Þetta kom fram í könnun Greenpeace í nóvember 2012, en nú hefur Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) staðfest þetta með nýrri athugun. Ekki er talin ástæða til að óttast heilsutjón af völdum þessara efna í fatnaði, en engu að síður mælir Miljøstyrelsen með að föt séu þvegin fyrir notkun. Við fyrsta þvott lækkar styrkur NPE um 25-99%, en í staðinn skolast efnið út í umhverfið. Þeir sem vilja vera lausir við efni af þessu tagi ættu að kaupa fatnað með umhverfismerkjum á borð við Svaninn og Umhverfismerki ESB, eða með GOTS-merkinu.
(Sjá frétt forburgerkemi.dk 10. janúar).Ljósmynd: Með fréttinni á forbrugerkemi.dk.
Æskilegt að þvo föt fyrir notkun
Birt:
14. janúar 2013
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Æskilegt að þvo föt fyrir notkun“, Náttúran.is: 14. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/14/aeskilegt-ad-thvo-fot-fyrir-notkun/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.